Enski boltinn

Johnson gæti verið á leið til Sunderland

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Steve Bruce, stjóri Sunderland, ætlar að styrkja lið sitt enn frekar í janúar og er nú á höttunum eftir þeim Adam Johnson og Nedum Onuoha, leikmönnum Man. City.

Onuoha er í láni hjá Sunderland, hefur staðið sig vel og Bruce vill því kaupa leikmanninn. Hann mun líklega bjóða City einar 6 milljónir punda fyrir leikmanninn.

Ekki er talið líklegt að City vilji selja Johnson en möguleiki er á því að Bruce fái hann lánaðan út leiktíðina. Johnson er fæddur og uppalinn í Sunderland og er víst ekki mótfallinn því að prófa sig þar. Hann á bæði foreldra og ættingja í borginni.

Hann var næstum búinn að skrifa undir hjá Sunderland á sínum tíma áður en City mætti með veskið og stal honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×