Fótbolti

David Beckham á nærbuxunum á hliðarlínunni - myndasafn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Beckham.
David Beckham. Mynd/AP

David Beckham skoraði annað marka Los Angeles Galaxy í 2-1 sigri á FC Dallas í nótt en þetta var úrslitaleikur um Stuðningsmannabikarinn.

Beckham og félagar eru að undirbúa sig fyrir komandi úrslitakeppni þar sem þeir mæta Seattle Sounders á sunnudaginn í undanúrslitum í Vesturdeildinni. Markið hans má sjá með því að smella hér.

Það vakti þó ekki síður meiri athygli en markið þegar David Beckham þurfti að klæða sig bæði úr stuttbuxunum og treyjunni á hliðarlínunni eftir að hann fékk blóð á búninginn sinn. Beckham var ekkert spéhræddur heldur dreif sig úr og skipti um búning eins og ekkert væri sjálfsagðara.

Ljósmyndararnir á vellinum nýttu sér þessa sýningu frá hinum 35 ára gamla Englendingurinn sem er reyndar vanur að sitja fyrir fáklæddur í fjölmörgum auglýsingamyndatökum.

Myndir af atvikinu má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.







Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/Nordic Photos/Getty
Mynd/AP
Mynd/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×