Enski boltinn

Ray Wilkins sækir sér lögfræðiaðstoð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ray Wilkins og Carlo Ancelotti.
Ray Wilkins og Carlo Ancelotti. Mynd/AP
Ray Wilkins, fyrrum aðstoðarmaður Carlo Ancelotti hjá Chelsea, er ekki sáttur með endalok sín hjá Chelsea og hefur nú staðfest það að hann sé búinn að sækja sér lögfræðiaðstoðar vegna að hans mati ósanngjarns brottreksturs.

Það kom mörgum á óvart í síðustu viku þegar Chelsea ákvað að framlengja ekki samning sinn við Wilkins og hann sjálfur skilur ekki ástæðurnar fyrir því að Chelsea vildi ekkert með hann hafa lengur.

„Ég er mjög vonsvikinn með það að stjórnin hjá Chelsea ákvað það að ég hefði ekkert lengur fram að færa fyrir Chelsea. Þetta er félag sem hefur verið stórhluti af mínu lífi," sagði Ray Wilkins.

„Síðan ég kom til félagsins á ný er ég afskaplega stoltur af því að hafa komið að velgengi Chelsea upp á síðkastið. Ég átti frábært samstarf við starfsfólk, leikmenn og stuðningmenn og ég óska þeim öllum alls hins besta í framtíðinni," segir Wilkins.

„Ég hef leitað til lögfræðinga til þess að fá svör við mörgum spurningum sem komu upp vegna þessarar ósanngjörnu uppsagnar. Mitt markmið er að ná sátt í þessum máli," sagði Wilkins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×