Enski boltinn

Liverpool vann öruggan sigur á West Ham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Glen Johnson og Dirk Kuyt fagna einu marka Liverpool í dag ásamt félögum sínum í liðinu.
Glen Johnson og Dirk Kuyt fagna einu marka Liverpool í dag ásamt félögum sínum í liðinu. Mynd/AP
Liverpool hoppaði upp í 9. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan 3-0 sigur á botnliði West Ham á Anfield í kvöld. Öll mörk Liverpool komu á fyrstu 38 mínútum leiksins og það var ekki að sjá að það háði liðinu mikið að vera án fyrirliðans Steven Gerrard.

Glen Johnson kom aftur inn í lið Liverpool og þakkaði fyrir það með því að koma liðinu í 1-0 á 17. mínútu. Boltinn datt þá fyrir Johnson eftir hornspyrnu Raul Meireles og hann skoraði laglega.

Dirk Kuyt skoraði annað markið úr vítaspyrnu níu mínútum seinna eftir að Danny Gabbidon handlék boltinn þegar Fernando Torres keyrði framhjá honum í vítateignum.

Maxi Rodriguez kom síðan Liverpool í 3-0 á 38. mínútu með laglegum skalla eftir fyrirgjöf frá Paul Konchesky.

Liverpool hafði áfram yfirburði í seinni hálfleiknum en tókst ekki að bæta við mörkum þótt að þetta hefði verið kjörið tækifæri til að laga markatöluna og komast loksins úr mínus.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×