Fótbolti

"Varstu ekki að vinna HM?" Vandræðalegt viðtal við Henry - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Henry með búning NY Red Bulls.
Henry með búning NY Red Bulls. AFP
Thierry Henry er byrjaður að æfa með New York Red Bulls en hann gekk í raðir félagsins í síðustu viku. Hann fór í sitt fyrsta sjónvarpsviðtal í kjölfarið sem var hreinlega niðurlægjandi fyrir framherjann.

Henry var fyrst spurður að því hvort hann hafi ekki verið að vinna HM í knattspyrnu.

Þá talaði konan að því er virðist hægar til að Henry skildi hana en Frakkinn talar og skilur ensku mjög vel.

Þá gerðu spyrjendurnir lítið úr knattspyrnu og sögðu að það væri sjaldan sem eitthvað ótrúlegt gerðist og göntuðust hvort 3-0 væri stærsti munur sem hann hefði séð í knattspyrnuleik.

Þá hafði konan ekki hugmynd um hvað Vuvuzela hljóðfærið hét og kallaði það horn. Þau sögðu einnig að David Beckham væri tilbúinn til að fara úr fötunum fyrir fótboltann og spurðu Henry hvað hann væri tilbúinn til að gera.

Það vantaði því að spyrjendur ynnu heimavinnuna sína en viðtalið má sjá á heimasíðu Fox sjónvarpsstöðvarinnar. Morgunþátturinn Good Day All Day ber ábyrgð á viðtalinu.

Smelltu hér til að sjá viðtalið en Henry er augljóslega vandræðalegur á löngum köflum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×