Fótbolti

Skoðunarmenn FIFA hefja rannsóknarleiðangur fyrir HM 2018

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Japanir eru mættir heim frá Suður-Afríku en við heimkomuna er myndin tekin. Þjóðin vonast nú eftir að fá að halda HM 2018 eða 2022 en Japan hélt HM 2002 með Suður-Kóreu.
Japanir eru mættir heim frá Suður-Afríku en við heimkomuna er myndin tekin. Þjóðin vonast nú eftir að fá að halda HM 2018 eða 2022 en Japan hélt HM 2002 með Suður-Kóreu. GettyImages
Skoðunarmenn frá FIFA eru mættir til Japan þar sem þeir ferðast um í þrjá daga til að taka út aðstæður landsins. Það sækir um að halda HM árið 2018 eða 2022.

Skoðunarmennirnir fara á milli landanna níu til að skoða leikvanga og eyða þremur dögum í hverju landi.

Eftir að þeir heimsækja Japan fara þeir til Suður-Kóreu, þá til Ástralíu, Hollands og Belgíu sem sækja saman um, til Rússlands áður en þeir heimsækja England í lok ágúst.

Þá fara þeir til Spánar og Portúgals, Qatar og loks Bandaríkjanna.

Mat þessara skoðunarmanna verður notað til að ákveða hvaða lönd fá stórmótin en mótið 2018 er talið líklegt til að vera í Evrópu. HM 2014 verður í Brasilíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×