Enski boltinn

West Ham og Aston Villa áfram í bikarnum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

West Ham og Aston Villa komust í kvöld áfram í næstu umferð í ensku deildabikarkeppninni í knattspyrnu.

Framlengt var í báðum leikjum en West Ham vann 3-1 sigur á Stoke. Kenwyne Jones kom Stoke yfir snemma í leiknum en Scott Parker jafnaði metin fyrir West Ham skömmu fyrir lok venjulegs leiktíma.

Da Costa og Victor Obinna tryggðu svo West Ham sigurinn með tveimur mörkum í framlengingunni.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður á 58. mínútu leiksins.

Stewart Downing tryggði Aston Villa sigur á Burnley með marki á sjöttu mínútu framlengingar þess leiks.

Emile Heskey kom Aston Villa yfir á 86. mínútu en Clarke Carlisle jafnaði metin fyrir Burnley þremur mínútum síðar.

Marc Albrighton, leikmaður Aston Villa, fékk að líta rauða spjaldið á tíundu mínútu framlenginarinnar en það kom ekki að sök.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×