Fótbolti

Fidel Castro styður Úrúgvæ og gagnrýnir dómara á HM

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Castro.
Castro. AFP
Hinn geðþekki Kúbverji, Fidel Castro, styður Úrúgvæ á HM. Fyrrum forsetinn gagnrýnir líka dómara á HM en hann er 83 ára og hefur fylgst með með gangi mála í Suður-Afríku. "Meirihluti knattspyrnuáhugamanna vita ekki einu sinni hvaða heimsálfu Úrúgvæ tilheyrir. Fyrir mér eru dómarar á móti liðunum frá Suður-Ameríku," sagði Castro sem liggur aldrei á skoðunum sínum. "Þetta gerðist þegar Brasilía tapaði á móti Hollandi. Þeir misstu mann af velli á mikilvægum tímapunkti sem átti aldrei að gerast," sagði Castro sem er líklega eitthvað farinn að missa sjón en rauða spjaldið hjá Melo var með þeim augljósari á árinu. "En úrslitaleikur núna á milli tveggja Evrópuþjóða væri leiðinlegur og myndi ekki komast á nein spjöld sögunnar frá því íþróttin varð til," sagði Castro.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×