Enski boltinn

Allt legið niður á við síðan hann fékk vindil í augað frá Barton

Elvar Geir Magnússon skrifar
Tandy (til hægri) í baráttunni í utandeildinni. Hann hefur tvívegis reynt að taka eigið líf.
Tandy (til hægri) í baráttunni í utandeildinni. Hann hefur tvívegis reynt að taka eigið líf.
Margar jólaskemmtanir enskra úrvalsdeildarliða gegnum árin hafa farið algjörlega úr böndunum. Vandræðagemlingurinn Joey Barton kom sér í fréttirnar í einni slíkri fyrir sex árum þegar hann var hjá Manchester City.

Barton stakk þá logandi vindli í augað á unglingaliðsleikmanninum Jamie Tandy. En hvar er Tandy í dag?

Það er óhætt að segja að lífið hafi ekki leikið við Tandy síðan þetta atvik átti sér stað. Hann hefur tekið þann pól í hæðina í viðtali við enskt götublað að kenna Barton um hvernig farið hafi fyrir sér, segir að það hafi breytt sér að að hafa verið notaður sem öskubakki.

Hann var leystur undan samningi við Manchester City og spilar nú með utandeildarliði. Tvívegis hefur hann gert misheppnaðar tilraunir til að taka eigið líf. Hann er stórskuldugur og missti meðal annars heimili sitt af þeim sökum.

Tandy er tveggja barna faðir sem hefur glímt við þunglyndi og alkahólisma. Fyrrum kærasta hans lagði fram kæru á hendur honum fyrir nokkrum árum vegna líkamsárásar þar sem Tandy nefbraut hana meðal annars. Þurfti hann að greiða henni um 200 þúsund krónur í skaðabætur.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×