Enski boltinn

Ancelotti hefur áhuga á að stýra Englandi

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Carlo Ancelotti
Carlo Ancelotti Getty

Ítalski knattspyrnustjórinn Carlo Ancelotti væri alveg til í að stýra enska landsliðinu í framtíðinni. Hann stýrir í dag Chelsea og gerði þá að enskum tvöföldum meisturum á síðustu leiktíð.

Enska knattspyrnusambandið mun vera að leita af arftaka Fabio Capello þegar hann hættir með liðið eftir Evrópukeppnina 2012. Ancelotti er afar farsæll knattspyrnustjóri og er tilbúinn til að takast á við landsliðsþjálfarastöðuna innan skamms.

„Ég væri til í að gera það í framtíðinni. Ég hef aldrei verið landsliðsþjálfari og það er mikill munur á að stýra félagsliði og landsliði. Hvers vegna ekki að stýra Englandi?"

Samningur Ancelotti við Chelsea rennur út árið 2012 og hefur áður sagt að hann vilji vera áfram hjá Lundúnarliðinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×