Enski boltinn

Eiður keypti gítar á 100 þúsund pund á uppboði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári fagnar marki með Frank Lampard árið 2003.
Eiður Smári fagnar marki með Frank Lampard árið 2003. Nordic Photos / Getty Images

Eiður Smári Guðjohnsen greindi frá því í ítarlegu viðtali við The Sun í gær að hann  hefði eytt 100 þúsund pundum í gítar sem var áritaður af meðlimum The Rolling Stones.

Um var að ræða góðgerðaruppboð sem Frank Lampard hélt fyrir styrktarsamtök krabbameinsveikra táninga.

Blaðamaður The Sun spurði Eið Smára hvað konu hans hefði sagt um þetta.

„Ekkert. Hún sparkaði bara í mig undir borðinu á meðan ég var að bjóða í gítarinn,“ sagði Eiður Smári.

„Ég sá gítarinn fyrir uppboðið og sagði að ég ætlaði mér að kaupa þennan grip. Ég byrjaði að bjóða en verðið hækkaði bara og hækkaði.“

„Ég komst síðar að því að ég var að bjóða gegn einum ríkasti manni Íslands.“

„En ég vann uppboðið og já, þetta voru vissulega miklir peningar en málefnið var gott.“

„Það hreyfði mikið við mér að sjá þetta unga fólk með krabbamein. Ég gerði mér þá grein fyrir því hversu miklu við tökum sem sjálfsögðum hlut.“

„Ég gerði mér þá grein fyrir því að ég ég er mjög lánsamur og gjörspilltur maður.“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×