Enski boltinn

Harry Redknapp: Þetta var frábært afrek

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Leikmen Tottenham fagna hér sigurmarki Younes Kaboul.
Leikmen Tottenham fagna hér sigurmarki Younes Kaboul. Mynd/Nordic Photos/Getty
Harry Redknapp, stjóri Tottenham, varð í dag fyrsti stjóri félagsins til þess að vinna eitt af stóru liðinum á útivelli í 68 leikjum þegar Tottenham vann 3-2 sigur á Arsenal á Emirates-vellinum í dag.

Tottenham lenti 2-0 undir í hálfleik og það stefndi því í enn eitt tapið á móti nágrönnunum í Norður-London. Redknapp og lærisveinar hans voru hinsvegar ekki búnir að segja sitt síðasta.

„Þetta var frábært afrek hjá liðinu og við sýndum mikinn karakter með því að koma til baka," sagði Harry Redknapp sem fjölgaði í framlínunni í hálfleik og það gekk fullkomalega upp.

„Það var bara tvennt í stöðunni í hálfleik, annaðhvort ætluðum við að tapa þessum leik 5-0 eða reyna gera eitthvað í okkar málum. Við létum bara vaða," sagði Redknapp.

„Ég hef sagt það við mína leikmenn að við getum unnið alla og þessi sigur hefur komið okkur aftur inn í baráttuna um titilinn," sagði Redknapp.

„Titilbaráttan er galopin og nú er bara að vona að leikmennirnir trúi jafnmikið á sig sjálfa og ég trúi á þá," sagði Redknapp.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×