Fótbolti

Ísland í efri styrkleikaflokki í Danmörku

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Íslenska U-21 landsliðið.
Íslenska U-21 landsliðið.

Íslenska U-21 landsliðið verður í efri styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla fyrir úrslitakeppni EM sem haldin verður í Danmörku á næsta ári.

Liðunum er raðað eftir árangri í undankeppninni og Ísland er í efri styrkleikaflokki með Dönum, Tékkum og Spánverjum. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ.

Ljóst er að Danmörk spilar í A-riðli og Tékkar, sem sú þjóð sem náði bestum árangri í undankeppninni, í B-riðli.

Ísland og Spánn verða svo dregin næst og geta því ekki lent í sama riðli.

Að lokum verður dregið úr neðri styrkleikaflokkunum í riðlana tvo. Í honum eru England, Sviss, Hvíta-Rússland og Úkraína.

A-riðill fer fram í Álaborg og Árósum en B-riðill í Viborg og Herning, sem og undanúrslitin. Úrslitaleikurinn fer fram í Árósum. Mótið hefst laugardaginn 11. júní og lýkur tveimur vikum síðar.

Dregið verður í riðla þann 9. nóvember næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×