Enski boltinn

Algjört kjaftæði að ég sé að hætta

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Hollenski markvörðurinn hjá Man. Utd, Edwin van der Sar, segir það algjört kjaftæði að hann ætli sér að hengja upp hanskana í lok þessa tímabils.

Markvarðaþjálfarinn með flotta nafnið, Eric Steele, lét í það skína fyrr í vikunni að Van der Sar myndi hætta í lok tímabilsins.

Hinn 39 ára gamli Van der Sar vill ekki heyra minnst á slíkt.

"Þetta er algjört bull. Ég veit ekki hvaðan þessar sögur koma en þær eru algjört kjaftæði," sagði Van der Sar.

"Ég hef ekki tekið neina ákvörðun um hvenær ég hætti í fótbolta. Það kemur í ljós þegar líður á tímabilið hvort þetta sé mitt síðasta tímabil eður ei."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×