Fótbolti

Norðmenn enn með fullt hús stiga í íslenska riðlinum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
John Carew fagnar marki sínu í kvöld.
John Carew fagnar marki sínu í kvöld. Nordic Photos / AFP

Noregur vann 2-1 sigur á Kýpur í H-riðli í undankeppni EM 2012 og er því enn með fullt hús stiga á toppi riðilsins.

Það voru John Arne Riise og John Carew sem skoruðu mörk Norðmanna í fyrri hálfleik í kvöld.

Ioannis Okkas minnkaði muninn fyrir heimamenn í síðari hálfleik en þar við sat.

Noregur byrjaði á því að vinna Ísland á Laugardalsvellinum í fyrstu umferð riðlakeppninnar og fylgdi því eftir með góðum heimasigri á Portúgal.

Danmörk og Portúgal eigast við í kvöld og er Ísland því í fríi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×