Enski boltinn

Macheda segist ekki hafa talað illa um Rooney

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Ítalinn ungi hjá Man. Utd, Federico Macheda, neitar þv að hafa talað illa um félaga sinn hjá Man. Utd, Wayne Rooney, við ítalska blaðið Gazzetta Della Sport.

Macheda notaði orðið "Coatto" til að lýsa Rooney. Það var þýtt í enskum miðlum sem dónalegur maður úr verkamannafjölskyldu.

Macheda segir að bresk blöð hafi ekki þýtt orð hans rétt.

"Ég sagði coatto eins og Rómverjar segja það og það var alls engin móðgun í garð Rooney í mínum orðum. Það sem ég vildi sagt hafa er að hann væri frjáls andi og einlægur," sagði Macheda.

"Ég sendi Rio sms til að útskýra mitt mál fyrir Wayne. Hann sendi mér til baka að hafa ekki áhyggjur, það væri allt í lagi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×