Fótbolti

Blanc ætlar bara að velja þá bestu fyrir Frakkland - Vieira hættur

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
AFP
Laurent Blanc ætlar að taka til í franska landsliðinu fyrir næstu leiki þess. Hann tók við brunarústum Raymond Domenech í vikunni.

"Sumir leikmenn sem voru í Suður-Afríku verða ekki valdir ef ég ákveð að þeir séu ekki þeir bestu í sinni stöðu," sagði Blanc.

"En ég mun velja þá bestu," sagði Blanc sem er undir pressu að velja hvorki Nicolas Anelka eða Patrice Evra í liðið.

Anelka var rekinn heima frá Suður-Afríku og Lilian Thuram er meðal þeirra sem heimtar að Evra, fyrirliðínn sjálfur, verði ekki valinn aftur vegna deilna hans við sambandið.

Það verður þó að teljast ólíklegt en ljóst er að Blanc á ærið verkefnið fyrir höndum að byggja upp á ný samkeppnshæft landslið.

Patrick Vieira tilkynnti einnig í dag að hann ætlaði ekki að gefa kost á sér aftur í franska landsliðið en hann var reyndar ekki valinn til að spila á HM, þrátt fyrir meiðsli miðjumanna Frakka.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×