Erlent

Vill bin Laden fjölskylduna lausa

Óli Tynes skrifar
Osama bin Laden.
Osama bin Laden.

Í bréfi sem sagt er vera frá einum af sonum Osama bin Ladens er æðsti trúarleiðtogi Írans hvattur til þess að sleppa fjölskyldumeðlimum bin Ladens úr prísund sinni.

Talið er að fólkið hafi setið í stofufangelsi í Íran síðan það flúði frá Afganistan árið 2001. Alls eru það um 25 manns.

Bréf Khalids bin Laden var birt á herskárri vefsíðu í dag. Það er hinsvegar dagsett snemma í janúar síðastliðnum.

Þá komust á kreik fréttir um að ein af stystrum Khalids hafi sloppið úr prísundinni og leitað hælis í sendiráði Saudi-Arabíu. Írönsk yfirvöld hafa ekkert um þetta sagt.

Lítið er vitað um Khalid bin Laden. Hann er sagður vera tuttugu ára gamall og hafa verið með föður sínum í Afganistan þartil árið 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×