Fótbolti

Henry hættur að spila með landsliðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Thierry Henry mun ekki þurfa að ferðast mikið til Evrópu eftir að hann flytur til Bandaríkjanna því hann er hættur að gefa kost á sér í franska landsliðið.

Þessi 32 ára leikmaður hefur spilað með landsliðinu í 13 ár og skoraði 51 mark í 123 landsleikjum.

Hápunktar landsliðsferilsins voru klárlega sigur á HM árið 1998 og Evrópumeistaratitill tveim árum síðar.

"Það er komið að leiðarlokum hjá mér með landsliðinu," sagði Henry í afar stuttri yfirlýsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×