Enski boltinn

Ferdinand líður vel

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rio Ferdinand í leiknum í gær.
Rio Ferdinand í leiknum í gær. Nordic Photos / Getty Images

Rio Ferdinand segist spenntur fyrir því að fá að spila meira með Manchester United en hann hefur nú jafnað sig á erfiðum meiðslum.

Ferdinand kom inn á sem varamaður í leik United gegn Rangers í Meistaradeildinni í síðustu viku en missti af leiknum gegn Liverpool um síðustu helgi vegna veikinda.

Hann var þó mættur í lið United á nýjan leik er liðið mætti Scunthorpe í ensku deildabikarkeppninni í gær.

„Ég er mjög ánægður með að fá að spila aftur. Mér líður vel og verð beittari með hverjum leiknum. Ég vona að þetta haldi áfram á þessari braut," sagði Ferdinand eftir leikinn í gær sem United vann, 5-2.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×