Enski boltinn

Neville: Þurfum að vera heiðarlegir

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Phil Neville í leik með Everton.
Phil Neville í leik með Everton. Nordic Photos / Getty Images

Phil Neville hefur gefið liðsfélögum sínum hjá Everton skýr skilaboð í kjölfar slæms gengis liðsins í haust.

Everton hefur byrjað skelfilega á tímabilinu og er enn án sigurs eftir fyrstu fimm leikina í ensku úrvalsdeildinni. Liðið féll þar að auki úr leik í ensku deildabikarkeppninni eftir að hafa tapað fyrir Brentford.

„Við erum í næstneðsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og er tími til kominn að við komum fram hver við annan af hreinskilni," sagði Neville í samtali við enska fjölmiðla.

„Heiðarleiki hefur alltaf einkennt þetta lið og stjóra þess. David Moyes segir hlutina eins og þeir eru. Stuðningsmennirnir eru ekki sáttir eftir tapið fyrir Newcastle á heimavelli og tapið fyrir Brentford þar að auki."

„Allir segja að við höfum verið að spila vel án þess að vinna leikina. Það er bara þvættingur. Það þýðir ekkert að hugsa um Meistaradeildina eða Evrópudeildina. Við þurfum bara að vinna næsta leik sem er gegn Fulham. Það er kominn tími til að láta hendur standa fram úr ermum."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×