Enski boltinn

Fabregas ætlar að ná leiknum gegn Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Cesc Fabregas er handviss um að hann verði orðinn heill heilsu þegar að lið hans, Arsenal, mætir Chelsea þann 3. október næstkomandi.

Fabregas meiddist í leik Arsenal gegn Sunderland um helgina og var úrskurðaður í 2-3 vikna hvíld.

„Meiðslin eru ekki jafn slæm og við óttuðumst í fyrstu," sagði hann í samtali við spænska fjölmiðla. „Vöðvinn er rifinn og ég verð aftur orðinn góður eftir 10-11 daga. "Ég held að ég nái leiknum gegn Chelsea."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×