Tékkneski landsliðsmiðjumaðurinn Tomas Rosicky hefur gert nýjan samning við Arsenal en félagið gaf þó ekki út hversu langur nýi samningurinn er. Rosicky kom til Arsenal frá Borussia Dortmund árið 2006.
„Síðustu tvö tímabil hafa ekki verið auðveld fyrir mig útaf öllum þessum meiðslum en ég met það sem mælikvarða á það hversu mikið félagið metur mig að mér hafi verið boðinn þessi samningur. Ég tel að ég hafi upp á mikið að bjóða fyrir Arsenal í framtíðinni," sagði Tomas Rosicky.
„Mér hefur liðið eins og heima hjá mér síðan ég kom fyrir fjórum árum. Ég trúi því að við séum að fara ná því að afreka eitthvað sérstakt saman," sagði Tomas Rosicky.
Tomas Rosicky bætist þar með í hóp með Robin van Persie, Abou Diaby, Eduardo, Alex Song, Denilson, Theo Walcott, og Aaron Ramsey sem hafa allir skrifað undir nýja samning á síðustu misserum.
Tomas Rosicky búinn að gera nýjan samning við Arsenal
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið




„Fáránleg staða sem er komin upp“
Enski boltinn


Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum
Enski boltinn

Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi
Enski boltinn

Lehmann færir sig um set á Ítalíu
Fótbolti

„Einhver vildi losna við mig“
Fótbolti
