Enski boltinn

Umboðsmaður Buffon hlær að gróusögunum um Man. United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianluigi Buffon.
Gianluigi Buffon. Mynd/Nordic Photos/Getty
Silvano Martini, umboðsmaður markvarðarins Gianluigi Buffon hlær að gróusögunum um að ítalski markvörðurinn sé á leiðinni til Manchester United þegar Edwin van der Sar leggur skónna á hilluna næsta vor.

Enskir miðlar hafa verið duglegir að minnast á Buffon þegar þeir velta fyrir sér hugsanlegum arftaka Hollendingsins sem fagnar fertugsafmælinu sínu seinna í þessum mánuði.

„Ég veit ekki hvaðan þessi orðrómur er kominn en þetta er algjör vitleysa. Buffon er meiddur og verður frá næstu þrjá mánuðina. Hver vill fá meiddan leikmann?," spyr Silvano Martini blaðamann Calciomercato.

„Að mínu mati er besti leikmaður Manchester United liðsins markvörðurinn van der Sar," sagði Martini.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×