Fótbolti

Maradona: Messi má spila þar sem hann vill á vellinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Maradona og Lionel Messi
Diego Maradona og Lionel Messi Mynd/AFP
Diego Maradona, landsliðsþjálfari Argentínu, ætlar að gefa Lionel Messi algjört frjálsræði á vellinum þegar hann spilar fyrir hann á HM í Suður-Afríku í sumar.

Maradona viðurkenndi það einnig í útvarpsviðtali hjá Radio Cooperativa að hann yrði ekkert mjög svekktur yfir því þótt að Messi yrði talinn betri knattspyrnumaður en hann var á sínum tíma.

Messi hefur verið í frábæru formi að undanförnu og í framhaldinu hafa margir verið að líkja þeim tveimur saman. Messi hefur skorað 34 mörk í 39 leikjum fyrir Barcelona í öllum keppnum á tímabilinu.

Messi er aðeins 22 ára gamall en á sama aldri lék Maradona einnig með Barcelona en fór þá niðurbrotinn heima af HM á Spáni eftir að hafa misst stjórn á sér í leik á móti Brasilíu í milliriðlinum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×