Fótbolti

Webb sáttur með sjálfan sig eftir að hann horfði aftur á úrslitaleikinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Howard Webb í úrslitleiknum.
Howard Webb í úrslitleiknum. Mynd/AP
Howard Webb hefur viðurkennt að hegðun leikmanna í úrslitaleik Spánverja og Hollendinga á HM i Suður-Afríku hafi eyðilagt drauminn hans að dæma þennan stærsta leik fótboltans. Howard Webb setti nýtt met með því að gefa fjórtán gul spjöld í leiknum.

Bert van Marwijk, þjálfari Hollendinga, gagnrýndi Howard Webb harðlega eftir leikinn en hann fékk hinsvegar jákvæðan dóm frá Sepp Blatter, forseta FIFA.

„Mér leið eins og brúður sem er búin að horfa upp á þrjá sólskyns-sunnudaga en síðan kemur hún út úr kirkjunni á brúðkaupsdaginn og þá er hellirigning," sagði Howard Webb.

„Þetta er án nokkurs vafa erfiðasti leikur sem ég hef dæmt og ég hef lent í þeim nokkrum erfiðum," sagði Webb sem segir pressuna hafa verið mikla.

„Eftir að ég horfði aftur á leikinn þá er ekki margt sem ég myndi breyta. Ég er sáttur með frammistöðuna og fannst við dómararnir standa okkur vel við mjög erfiðar aðstæður," sagði Webb.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×