Enski boltinn

Eiður Smári byrjar inn á í bikarleiknum á móti Fulham

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu um síðustu helgi.
Eiður Smári Guðjohnsen fagnar marki sínu um síðustu helgi. Mynd/AP
Eiður Smári Guðjohnsen er í byrjunarliði Tottenham sem mætir Fulham í átta liða úrslitum enska bikarsins á White Hart Lane í kvöld. Þetta verður fyrsti heimaleikur Eiðs Smára í byrjunarliði Tottenham.

Eiður Smári átti frábæra innkomu af bekknum í síðasta leik þar sem hann opnaði markareikning sinn hjá Tottenham með glæsilegu marki í upphafi seinni hálfleiks. Eiður Smári átti einnig þátt í sigurmarki Spurs með útsjónarsemi sinni.

Wilson Palacios kemur einnig inn í byrjunarliðið frá því í sigrinum á Stoke um síðustu helgi en Palacois leysir af Younes Kaboul sem má ekki spila með liðinu í bikarkeppninni.

Byrjunarlið Tottenham: Gomes, Corluka, Bassong, Dawson, Assou-Ekotto, Kranjcar, Palacios, Modric, Bale, Eiður Smári Guðjohnsen, Crouch.

Varamenn: Alnwick, Bentley, Huddlestone, Pavlyuchenko, Rose, Livermore, Townsend.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×