Enski boltinn

Ferguson tekinn við Preston

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Darren Ferguson.
Darren Ferguson. Nordic Photos / Getty Images
Darren Ferguson hefur tekið við knattspyrnustjórn enska B-deildarliðsins Preston North End. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Ferguson var einnig sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Sheffield Wednesday sem leikur í sömu deild en hann mun hafa rætt við forráðamenn Preston um helgina og gengið að tilboði þeirra.

Hann hætti sem knattspyrnustjóri Peterborough í nóvember síðastliðum en þá var liðið í botnsæti deildarinnar. Sem kunnugt er er hann sonur Alex Ferguson, stjóra Manchester United.

Ferguson náði engu að síður frábærum árangri með Peterbrough og stýrði liðinu upp úr ensku D-deildinni í B-deildina á aðeins tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×