Tónleikar fyrir börnin ungu 16. apríl 2010 07:00 Maximús Músikús. Á morgun gefst öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17 Í dag þyrpast börn á leikskólaaldri í Háskólabíó og kynnast glænýrri sögu um hetjuna Maxímús Músíkús sem segir frá því þegar músin kemst í tónlistarskóla og kynnist þar ýmsum nýjum fyrirbærum, hljóðfærum af ýmsu tagi. Í hverju horni tónlistarskólans er æft og börnin eru öll afar spennt og kát því þeirra bíður sú þraut að spila með heilli sinfóníu. Heimsókn leikskólabarna hófst með tvennum tónleikum í gær og á morgun gefst foreldrum tækifæri til að sækja Sinfóníuna. Með hljómsveitinni koma fram ungir og efnilegir einleikarar og hópar tónlistarnema sem leika með hljómsveitinni, en inn á milli hljóma dillandi dansar þar sem Sinfóníuhljómsveitin er í aðalhlutverki. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari og Daníel Bjarnason heldur um tónsprotann. Tveir félagar Sinfóníuhljómsveitarinnar, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, skópu Maxímús og eru enn að senda hann í ný ævintýri. Fyrsta bókin og geisladiskurinn um Maxímús Músíkús nutu gríðarlegra vinsælda. Auk þess að hljóta fjölda verðlauna hefur bókin nú verið gefin út á mörgum tungumálum. Þess má einnig geta að stórar erlendar sinfóníuhjómsveitir hafa sett Maxímús Músíkús á dagskrá hjá sér. Á morgun gefst svo öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17. Hægt er að nálgast miða í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og á sinfonia.is. - pbb Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira
Í dag þyrpast börn á leikskólaaldri í Háskólabíó og kynnast glænýrri sögu um hetjuna Maxímús Músíkús sem segir frá því þegar músin kemst í tónlistarskóla og kynnist þar ýmsum nýjum fyrirbærum, hljóðfærum af ýmsu tagi. Í hverju horni tónlistarskólans er æft og börnin eru öll afar spennt og kát því þeirra bíður sú þraut að spila með heilli sinfóníu. Heimsókn leikskólabarna hófst með tvennum tónleikum í gær og á morgun gefst foreldrum tækifæri til að sækja Sinfóníuna. Með hljómsveitinni koma fram ungir og efnilegir einleikarar og hópar tónlistarnema sem leika með hljómsveitinni, en inn á milli hljóma dillandi dansar þar sem Sinfóníuhljómsveitin er í aðalhlutverki. Sögumaður er Valur Freyr Einarsson leikari og Daníel Bjarnason heldur um tónsprotann. Tveir félagar Sinfóníuhljómsveitarinnar, Hallfríður Ólafsdóttir flautuleikari og Þórarinn Már Baldursson víóluleikari, skópu Maxímús og eru enn að senda hann í ný ævintýri. Fyrsta bókin og geisladiskurinn um Maxímús Músíkús nutu gríðarlegra vinsælda. Auk þess að hljóta fjölda verðlauna hefur bókin nú verið gefin út á mörgum tungumálum. Þess má einnig geta að stórar erlendar sinfóníuhjómsveitir hafa sett Maxímús Músíkús á dagskrá hjá sér. Á morgun gefst svo öllum kostur á að heyra og sjá þetta nýja ævintýri en haldnir verða tvennir fjölskyldutónleikar kl. 14 og 17. Hægt er að nálgast miða í miðasölu Sinfóníuhljómsveitar Íslands og á sinfonia.is. - pbb
Lífið Menning Mest lesið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Lífið Fleiri fréttir Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í hálft ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Sjá meira