Segir sjálfstæðismenn verða að horfast í augu við staðreyndir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2010 13:00 Þorgerður Katrín sést hér á landsfundinum með Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, og Vilhjálmi Jens Árnasyni, eiginmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Mynd/Arnþór Birkisson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn þurfi að horfast í augu við að aðildarferlið sé hafið og því sé æskilegra að menn sameinist um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Fyrrverandi formaður flokksins segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Nokkrir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem rennt hafa hýru auga til Evrópusambandsins eru óánægðir með stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, en á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem fól í sér að flokkurinn krefðist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Ekki var fallist á málamiðlunartillögu flokksforystunnar sem gekk ekki eins langt og sú tillaga sem að lokum var samþykkt. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra, en hann segir að ályktun fundarins hafi verið mikil vonbrigði og að flokkurinn sé farinn að minna á sértrúarsöfnuð. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta í flokknum. Guðbjörn Guðbjörnsson sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum á laugardag og sagði að frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefði verið úthýst úr flokknum. Flokkurinn stæði nú fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni LÍÚ og bænda.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi.Benedikt Jóhannesson sendi samtökunum Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem hann er í forsvari fyrir, tölvupóst í gær og nefndi að margir hefðu viljað stofna nýjan hægri flokk með Evrópusambandsumsókn sem grunnstef. Benedikt hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvort hann yrði hluti af slíkum flokki. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttastofu nú í morgun að frá sínum bæjardyrum séð hefði flokkurinn tekið mjög óskynsamlega ákvörðun með stjórnmálaályktuninni. Niðurstaða landsfundar væri bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn. Hann sagðist hins vegar ekki vera á leið úr flokknum, það þyrfti meira til, en niðurstaðan væri hættuleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem hefur verið opin gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars á síðasta ári að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB. Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor þjóðarinnar og viðskiptavildin. "Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?" spurði Þorgerður þá sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín, sem er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að sín afstaða hefði ekkert breyst. Hún sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að horfast í augu við að aðildarferlið væri hafið og því væri æskilegra að menn sameinuðust um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn þurfi að horfast í augu við að aðildarferlið sé hafið og því sé æskilegra að menn sameinist um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Fyrrverandi formaður flokksins segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Nokkrir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem rennt hafa hýru auga til Evrópusambandsins eru óánægðir með stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, en á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem fól í sér að flokkurinn krefðist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Ekki var fallist á málamiðlunartillögu flokksforystunnar sem gekk ekki eins langt og sú tillaga sem að lokum var samþykkt. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra, en hann segir að ályktun fundarins hafi verið mikil vonbrigði og að flokkurinn sé farinn að minna á sértrúarsöfnuð. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta í flokknum. Guðbjörn Guðbjörnsson sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum á laugardag og sagði að frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefði verið úthýst úr flokknum. Flokkurinn stæði nú fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni LÍÚ og bænda.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi.Benedikt Jóhannesson sendi samtökunum Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem hann er í forsvari fyrir, tölvupóst í gær og nefndi að margir hefðu viljað stofna nýjan hægri flokk með Evrópusambandsumsókn sem grunnstef. Benedikt hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvort hann yrði hluti af slíkum flokki. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttastofu nú í morgun að frá sínum bæjardyrum séð hefði flokkurinn tekið mjög óskynsamlega ákvörðun með stjórnmálaályktuninni. Niðurstaða landsfundar væri bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn. Hann sagðist hins vegar ekki vera á leið úr flokknum, það þyrfti meira til, en niðurstaðan væri hættuleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem hefur verið opin gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars á síðasta ári að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB. Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor þjóðarinnar og viðskiptavildin. "Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?" spurði Þorgerður þá sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín, sem er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að sín afstaða hefði ekkert breyst. Hún sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að horfast í augu við að aðildarferlið væri hafið og því væri æskilegra að menn sameinuðust um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið.
Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51