Segir sjálfstæðismenn verða að horfast í augu við staðreyndir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2010 13:00 Þorgerður Katrín sést hér á landsfundinum með Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, og Vilhjálmi Jens Árnasyni, eiginmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Mynd/Arnþór Birkisson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn þurfi að horfast í augu við að aðildarferlið sé hafið og því sé æskilegra að menn sameinist um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Fyrrverandi formaður flokksins segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Nokkrir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem rennt hafa hýru auga til Evrópusambandsins eru óánægðir með stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, en á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem fól í sér að flokkurinn krefðist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Ekki var fallist á málamiðlunartillögu flokksforystunnar sem gekk ekki eins langt og sú tillaga sem að lokum var samþykkt. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra, en hann segir að ályktun fundarins hafi verið mikil vonbrigði og að flokkurinn sé farinn að minna á sértrúarsöfnuð. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta í flokknum. Guðbjörn Guðbjörnsson sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum á laugardag og sagði að frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefði verið úthýst úr flokknum. Flokkurinn stæði nú fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni LÍÚ og bænda.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi.Benedikt Jóhannesson sendi samtökunum Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem hann er í forsvari fyrir, tölvupóst í gær og nefndi að margir hefðu viljað stofna nýjan hægri flokk með Evrópusambandsumsókn sem grunnstef. Benedikt hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvort hann yrði hluti af slíkum flokki. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttastofu nú í morgun að frá sínum bæjardyrum séð hefði flokkurinn tekið mjög óskynsamlega ákvörðun með stjórnmálaályktuninni. Niðurstaða landsfundar væri bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn. Hann sagðist hins vegar ekki vera á leið úr flokknum, það þyrfti meira til, en niðurstaðan væri hættuleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem hefur verið opin gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars á síðasta ári að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB. Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor þjóðarinnar og viðskiptavildin. "Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?" spurði Þorgerður þá sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín, sem er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að sín afstaða hefði ekkert breyst. Hún sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að horfast í augu við að aðildarferlið væri hafið og því væri æskilegra að menn sameinuðust um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn þurfi að horfast í augu við að aðildarferlið sé hafið og því sé æskilegra að menn sameinist um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Fyrrverandi formaður flokksins segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Nokkrir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem rennt hafa hýru auga til Evrópusambandsins eru óánægðir með stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, en á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem fól í sér að flokkurinn krefðist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Ekki var fallist á málamiðlunartillögu flokksforystunnar sem gekk ekki eins langt og sú tillaga sem að lokum var samþykkt. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra, en hann segir að ályktun fundarins hafi verið mikil vonbrigði og að flokkurinn sé farinn að minna á sértrúarsöfnuð. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta í flokknum. Guðbjörn Guðbjörnsson sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum á laugardag og sagði að frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefði verið úthýst úr flokknum. Flokkurinn stæði nú fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni LÍÚ og bænda.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi.Benedikt Jóhannesson sendi samtökunum Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem hann er í forsvari fyrir, tölvupóst í gær og nefndi að margir hefðu viljað stofna nýjan hægri flokk með Evrópusambandsumsókn sem grunnstef. Benedikt hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvort hann yrði hluti af slíkum flokki. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttastofu nú í morgun að frá sínum bæjardyrum séð hefði flokkurinn tekið mjög óskynsamlega ákvörðun með stjórnmálaályktuninni. Niðurstaða landsfundar væri bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn. Hann sagðist hins vegar ekki vera á leið úr flokknum, það þyrfti meira til, en niðurstaðan væri hættuleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem hefur verið opin gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars á síðasta ári að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB. Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor þjóðarinnar og viðskiptavildin. "Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?" spurði Þorgerður þá sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín, sem er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að sín afstaða hefði ekkert breyst. Hún sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að horfast í augu við að aðildarferlið væri hafið og því væri æskilegra að menn sameinuðust um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið.
Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Sjá meira
Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51