Segir sjálfstæðismenn verða að horfast í augu við staðreyndir Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. júní 2010 13:00 Þorgerður Katrín sést hér á landsfundinum með Ásdísi Höllu Bragadóttur, fyrrverandi bæjarstjóra Garðabæjar, og Vilhjálmi Jens Árnasyni, eiginmanni Hönnu Birnu Kristjánsdóttur. Mynd/Arnþór Birkisson Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn þurfi að horfast í augu við að aðildarferlið sé hafið og því sé æskilegra að menn sameinist um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Fyrrverandi formaður flokksins segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Nokkrir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem rennt hafa hýru auga til Evrópusambandsins eru óánægðir með stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, en á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem fól í sér að flokkurinn krefðist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Ekki var fallist á málamiðlunartillögu flokksforystunnar sem gekk ekki eins langt og sú tillaga sem að lokum var samþykkt. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra, en hann segir að ályktun fundarins hafi verið mikil vonbrigði og að flokkurinn sé farinn að minna á sértrúarsöfnuð. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta í flokknum. Guðbjörn Guðbjörnsson sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum á laugardag og sagði að frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefði verið úthýst úr flokknum. Flokkurinn stæði nú fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni LÍÚ og bænda.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi.Benedikt Jóhannesson sendi samtökunum Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem hann er í forsvari fyrir, tölvupóst í gær og nefndi að margir hefðu viljað stofna nýjan hægri flokk með Evrópusambandsumsókn sem grunnstef. Benedikt hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvort hann yrði hluti af slíkum flokki. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttastofu nú í morgun að frá sínum bæjardyrum séð hefði flokkurinn tekið mjög óskynsamlega ákvörðun með stjórnmálaályktuninni. Niðurstaða landsfundar væri bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn. Hann sagðist hins vegar ekki vera á leið úr flokknum, það þyrfti meira til, en niðurstaðan væri hættuleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem hefur verið opin gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars á síðasta ári að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB. Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor þjóðarinnar og viðskiptavildin. "Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?" spurði Þorgerður þá sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín, sem er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að sín afstaða hefði ekkert breyst. Hún sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að horfast í augu við að aðildarferlið væri hafið og því væri æskilegra að menn sameinuðust um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir að sjálfstæðismenn þurfi að horfast í augu við að aðildarferlið sé hafið og því sé æskilegra að menn sameinist um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið. Fyrrverandi formaður flokksins segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Nokkrir áhrifamenn í Sjálfstæðisflokknum sem rennt hafa hýru auga til Evrópusambandsins eru óánægðir með stjórnmálaályktun landsfundar flokksins, en á fundinum var samþykkt stjórnmálaályktun sem fól í sér að flokkurinn krefðist þess að umsókn um aðild þjóðarinnar að Evrópusambandinu yrði dregin til baka. Ekki var fallist á málamiðlunartillögu flokksforystunnar sem gekk ekki eins langt og sú tillaga sem að lokum var samþykkt. Sveinn Andri Sveinsson, hæstaréttarlögmaður, er einn þeirra, en hann segir að ályktun fundarins hafi verið mikil vonbrigði og að flokkurinn sé farinn að minna á sértrúarsöfnuð. Hann segist hins vegar ekki hafa tekið ákvörðun um að hætta í flokknum. Guðbjörn Guðbjörnsson sem gegnt hefur trúnaðarstörfum fyrir flokkinn í Suðvesturkjördæmi sagði sig úr flokknum á laugardag og sagði að frjálslyndum sjálfstæðismönnum hefði verið úthýst úr flokknum. Flokkurinn stæði nú fyrst og fremst vörð um sérhagsmuni LÍÚ og bænda.Frá landsfundi Sjálfstæðisflokksins um nýliðna helgi.Benedikt Jóhannesson sendi samtökunum Sjálfstæðum Evrópumönnum, sem hann er í forsvari fyrir, tölvupóst í gær og nefndi að margir hefðu viljað stofna nýjan hægri flokk með Evrópusambandsumsókn sem grunnstef. Benedikt hefur þó ekki tekið afstöðu til þess hvort hann yrði hluti af slíkum flokki. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði við fréttastofu nú í morgun að frá sínum bæjardyrum séð hefði flokkurinn tekið mjög óskynsamlega ákvörðun með stjórnmálaályktuninni. Niðurstaða landsfundar væri bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn. Hann sagðist hins vegar ekki vera á leið úr flokknum, það þyrfti meira til, en niðurstaðan væri hættuleg staða fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þorsteinn segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, fyrrverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, er ein þeirra sem hefur verið opin gagnvart aðild að Evrópusambandinu. Hún sagði á viðskiptaþingi Viðskiptaráðs Íslands hinn 12. mars á síðasta ári að tvíþætt vandamál myndi leysast með aðild að ESB. Peningamálastefnan og gjaldmiðillinn og ekki síður orðspor þjóðarinnar og viðskiptavildin. "Getum við verið ein eða er betra fyrir okkur að vera í samstarfi við aðrar þjóðir?" spurði Þorgerður þá sem varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Þorgerður Katrín, sem er í tímabundnu leyfi frá þingstörfum, sagði í samtali við fréttastofu nú í morgun að sín afstaða hefði ekkert breyst. Hún sagði að sjálfstæðismenn þyrftu að horfast í augu við að aðildarferlið væri hafið og því væri æskilegra að menn sameinuðust um að berjast fyrir hagsmunum Íslands í aðildarviðræðum við sambandið.
Tengdar fréttir Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51 Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Þorsteinn Pálsson: Ekki á leið úr flokknum „Frá mínum bæjardyrum séð tók landsfundurinn mjög óskynsamlega ákvörðun. Þessi niðurstaða er bæði vond fyrir flokkinn og Evrópumálstaðinn,“ segir Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um ályktun um Evrópumál sem samþykkt var á landsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn vill nú að umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu verði dregin til baka. Hann segist ekki sjá fyrir sér stofnun nýs flokks óánægðra sjálfstæðismanna. 28. júní 2010 11:51