Ísland verði griðastaður frjálsrar fjölmiðlunar 14. febrúar 2010 19:37 Gera á Ísland að alþjóðlegum griðastað frjálsrar fjölmiðlunar samkvæmt þverpólitískri þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi á næstu dögum. Einn af stofnendum vefsíðunnar Wikileaks telur líklegt að erlendir fjölmiðlar setji upp starfsstöðvar hér á landi verði ályktunin samþykkt. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir því að Ísland skapi sér afgerandi sérstöðu varðandi lög um tjáningar- og upplýsingafrelsi. Tillagan hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og hefur töluvert verið um hana fjallað í erlendum fjölmiðlum. Fjölmargir erlendir sem og innlendir sérfræðingar komu að gerð tillögunnar en um fimmtán þingmenn úr öllum flokkum nema sjálfstæðisflokknum hafa þegar lýst yfir sínum stuðningi. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun taka afstöðu til tillögunnar á morgun og þá þykir líklegt að fleiri þingmenn bætist við. Birgitta flutningsmaður Setja á sérstök lög til að vernda heimildarmenn og uppljóstrara. Meðal annars gert ráð fyrir því að það verði gert refsivert fyrir blaðamenn að greina frá heimildarmönnum. Þá er lagt til að lög um samskiptavernd og vernd milliliða verði endurskoðuð sem og lög um réttarfarsvernd til að verja fjölmiðla gegn málsóknum auðugra manna. Einn af stofnendum vefsíðunnar Wikileaks var staddur hér á landi í síðustu viku til að kynna tillöguna. Hann segir að fjölmiðlar eigi það til að stöðva birtingu frétta af ótta við málsókn. Lagt er til að frönsk lög um vernd gagnagrunna og safna verði tekin upp hér á landi. Lögin taka til birtingar á efni á netinu. Ekki er hægt að höfða mál á hendur útgáfufyrirtæki ef efnið hefur verið aðgengilegt á netinu í meira en tvo mánuði. Komið í veg fyrir meiðyrðamálaflakk Þá verður komið í veg fyrir meiðyrðarmálaflakk með sérstökum lögum. Slík lög hefðu til að mynda gert Jóni Ólafssyni, athafnamanni, mjög erfitt að höfða meiðyrðamál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni í Bretlandi. Ennfremur er lagt til að lög um upplýsingafrelsi verði endurskoðuð til að tryggja aðgengi fjölmiðla að gögnum frá stjórnsýslunni. Flutningsmenn tillögunnar leggja ennfremur til að stofnað verði til fyrstu alþjóðlegu verðlaunanna sem kennd yðu við Ísland. Verðlaunin verði veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr hvað varðar vernd tjáningafrelsis ár hvert. Verði tillagan samþykkt er líklegt að erlendir fjölmiðlar setji upp starfsstöðvar hér á landi. Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira
Gera á Ísland að alþjóðlegum griðastað frjálsrar fjölmiðlunar samkvæmt þverpólitískri þingsályktunartillögu sem lögð verður fram á Alþingi á næstu dögum. Einn af stofnendum vefsíðunnar Wikileaks telur líklegt að erlendir fjölmiðlar setji upp starfsstöðvar hér á landi verði ályktunin samþykkt. Þingsályktunartillagan gerir ráð fyrir því að Ísland skapi sér afgerandi sérstöðu varðandi lög um tjáningar- og upplýsingafrelsi. Tillagan hefur þegar vakið mikla athygli erlendis og hefur töluvert verið um hana fjallað í erlendum fjölmiðlum. Fjölmargir erlendir sem og innlendir sérfræðingar komu að gerð tillögunnar en um fimmtán þingmenn úr öllum flokkum nema sjálfstæðisflokknum hafa þegar lýst yfir sínum stuðningi. Þingflokkur sjálfstæðismanna mun taka afstöðu til tillögunnar á morgun og þá þykir líklegt að fleiri þingmenn bætist við. Birgitta flutningsmaður Setja á sérstök lög til að vernda heimildarmenn og uppljóstrara. Meðal annars gert ráð fyrir því að það verði gert refsivert fyrir blaðamenn að greina frá heimildarmönnum. Þá er lagt til að lög um samskiptavernd og vernd milliliða verði endurskoðuð sem og lög um réttarfarsvernd til að verja fjölmiðla gegn málsóknum auðugra manna. Einn af stofnendum vefsíðunnar Wikileaks var staddur hér á landi í síðustu viku til að kynna tillöguna. Hann segir að fjölmiðlar eigi það til að stöðva birtingu frétta af ótta við málsókn. Lagt er til að frönsk lög um vernd gagnagrunna og safna verði tekin upp hér á landi. Lögin taka til birtingar á efni á netinu. Ekki er hægt að höfða mál á hendur útgáfufyrirtæki ef efnið hefur verið aðgengilegt á netinu í meira en tvo mánuði. Komið í veg fyrir meiðyrðamálaflakk Þá verður komið í veg fyrir meiðyrðarmálaflakk með sérstökum lögum. Slík lög hefðu til að mynda gert Jóni Ólafssyni, athafnamanni, mjög erfitt að höfða meiðyrðamál gegn Hannesi Hólmsteini Gissurasyni í Bretlandi. Ennfremur er lagt til að lög um upplýsingafrelsi verði endurskoðuð til að tryggja aðgengi fjölmiðla að gögnum frá stjórnsýslunni. Flutningsmenn tillögunnar leggja ennfremur til að stofnað verði til fyrstu alþjóðlegu verðlaunanna sem kennd yðu við Ísland. Verðlaunin verði veitt þeim sem þykir hafa skarað fram úr hvað varðar vernd tjáningafrelsis ár hvert. Verði tillagan samþykkt er líklegt að erlendir fjölmiðlar setji upp starfsstöðvar hér á landi.
Mest lesið Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Erlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Erlent Stormur gengur yfir sunnan- og vestanvert landið Veður Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Erlent Fleiri fréttir Helmingur ríkisstofnanna hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Gagnrýnir að auglýsingaskilti sé sett framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Sjá meira