Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. desember 2025 08:16 Úttektin náði til fjölmargra ríkisstofnanna, meðal annars sýslumannsembættanna. Vísir/Viktor Síðan samið var um styttingu vinnuvikunnar fyrir sex árum hefur um helmingur ríkisstofnana stytt opnunartíma sinn. Algengast er að opnunartíminn hafi verið styttur um tvær klukkustundir, úr átta í sex, í þeim tilfellum sem það hefur verið gert. Þá hefur opnunartími haldist óbreyttur hjá rúmum þriðjungi stofnana ríkisins en þrettán prósent þeirra hafa lengt opnunartíma sinn. Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, ræddi niðurstöður úttektarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í tilkynningu frá ráðinu er rakið hvernig samið var um styttingu vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 38 með kjarasamningum árið 2019. Við innleiðingu breytinganna hafi stofnunum verið ráðlagt að innleiða styttinguna í skrefum um leið og unnið yrði að umbótum í rekstri og þjónustu. „Þrátt fyrir þetta innleiddu 77% stofnana hámarksstyttingu í einu skrefi,“ segir í tilkynningu ráðsins. Myndin hér að neðan sýnir niðurstöður úttektar Viðskiptaráðs, en hún byggir á upplýsingum af vefsíðum stofnananna á tímabilinu 2019 til 2025. „Undanskildar voru stofnanir sem ekki hafa hefðbundinn opnunar- og afgreiðslutíma, líkt og menntastofnanir, löggæslustofnanir, dómstólar og nefndir. Stofnanir sem hafa verið lagðar niður á tímabilinu voru líka undanskildar,“ segir í tilkynningunni. Viðskiptaráð Þá leiði niðurstöður ráðsins í ljós að algengast sé að stofnanir hafi stytt opnunartíma sinn úr átta klukkustundum í sex. Algengast er að opnunartími hafi verið styttur alla daga vikunnar, en í nokkrum tilfellum hafa ríkisstofnanir aðeins stytt opnunartíma á föstudögum. 26 stofnanir sem úttektin náði til hafa ekki stytt sinn opnunartíma. Algengast er að þjónustustofnanir á borð við sýslumannsembætti, Þjóðskrá og Vinnumálastofnun hafi stytt sinn opnunartíma, en einnig eru dæmi um að stofnanir hafi aukið þjónustu sína samhliða styttri opnunartíma. Nánar er fjallað um niðurstöður úttektarinnar í tilkynningu á vef Viðskiptaráðs. Stjórnsýsla Kjaramál Neytendur Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna í nýrri úttekt Viðskiptaráðs. Gunnar Úlfarsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs, ræddi niðurstöður úttektarinnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Í tilkynningu frá ráðinu er rakið hvernig samið var um styttingu vinnuvikunnar úr 40 klukkustundum í 38 með kjarasamningum árið 2019. Við innleiðingu breytinganna hafi stofnunum verið ráðlagt að innleiða styttinguna í skrefum um leið og unnið yrði að umbótum í rekstri og þjónustu. „Þrátt fyrir þetta innleiddu 77% stofnana hámarksstyttingu í einu skrefi,“ segir í tilkynningu ráðsins. Myndin hér að neðan sýnir niðurstöður úttektar Viðskiptaráðs, en hún byggir á upplýsingum af vefsíðum stofnananna á tímabilinu 2019 til 2025. „Undanskildar voru stofnanir sem ekki hafa hefðbundinn opnunar- og afgreiðslutíma, líkt og menntastofnanir, löggæslustofnanir, dómstólar og nefndir. Stofnanir sem hafa verið lagðar niður á tímabilinu voru líka undanskildar,“ segir í tilkynningunni. Viðskiptaráð Þá leiði niðurstöður ráðsins í ljós að algengast sé að stofnanir hafi stytt opnunartíma sinn úr átta klukkustundum í sex. Algengast er að opnunartími hafi verið styttur alla daga vikunnar, en í nokkrum tilfellum hafa ríkisstofnanir aðeins stytt opnunartíma á föstudögum. 26 stofnanir sem úttektin náði til hafa ekki stytt sinn opnunartíma. Algengast er að þjónustustofnanir á borð við sýslumannsembætti, Þjóðskrá og Vinnumálastofnun hafi stytt sinn opnunartíma, en einnig eru dæmi um að stofnanir hafi aukið þjónustu sína samhliða styttri opnunartíma. Nánar er fjallað um niðurstöður úttektarinnar í tilkynningu á vef Viðskiptaráðs.
Stjórnsýsla Kjaramál Neytendur Stytting vinnuvikunnar Mest lesið Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Telur Trump gera mistök Erlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sjá meira