Enski boltinn

Lennon á bekknum gegn Man Utd

Elvar Geir Magnússon skrifar
Aaron Lennon.
Aaron Lennon.

Kantmaðurinn Aaron Lennon hjá Tottenham verður í leikmannahópi liðsins á morgun þegar liðið leikur gegn Manchester United. Lennon hefur ekki leikið síðan í desember vegna nárameiðsla.

Lennon verður því tilbúinn í slaginn fyrir enska landsliðið sem leikur á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku í sumar.

Tottenham er í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar en Manchester United í því öðru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×