Enski boltinn

James: Landsliðshanskarnir ekkert komnir á hilluna

Elvar Geir Magnússon skrifar
David James hefur ekki leikið sinn síðasta landsleik... það heldur hann allavega sjálfur.
David James hefur ekki leikið sinn síðasta landsleik... það heldur hann allavega sjálfur.

Þrátt fyrir að markvörðurinn David James sé orðinn leikmaður Bristol City í ensku B-deildinni hefur hann ekki lagt landsliðshanskana á hilluna.

„Ég tel mig enn vera að spila í þeim styrkleikaflokki að ég geti verið valinn í enska landsliðið. Ég er búinn að leika 53 landsleiki og reikna með því að þeir verði fleiri," segir James sem fagnar 40 ára afmæli sínu um helgina.

„Ef ég teldi mig ekki nægilega góðan fyrir landsliðið væri ég hættur að standa í þessu."

Enska landsliðið leikur vináttulandsleik við Ungverjaland á næstu dögum og býst James fastlega við því að Fabio Capello velji sig í hópinn. Þess utan telur James að hann hafi ekki leikið sinn síðasta leik í úrvalsdeildinni.

„Bristol City er mjög metnaðarfullt félag og stjórnarformaðurinn sagði mér frá löngun félagsins til að komast upp í úrvalsdeildina. Þangað vil ég fara með félaginu," segir James.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×