Enski boltinn

Gerðu það sem þér finnst rétt

Elvar Geir Magnússon skrifar
Fer Fabregas?
Fer Fabregas?

„Ég myndi segja honum að gera það sem honum sjálfum finnst rétt að gera. Þetta er mjög persónuleg val og ég get ekki ráðlagt honum neitt," sagði Mathieu Flamini þegar hann var spurður að því hvort hann væri með ráð fyrir Cesc Fabregas.

Fabregas er leikmaður Arsenal en hefur sterklega verið orðaður við Spánarmeistara Barcelona í allt sumar.

Flamini var í keimlíkri stöðu fyrir tveimur árum þegar hann yfirgaf Arsenal og samdi við ítalska liðið AC Milan.

„Hann þarf að gera það sem honum virkilega langar að gera. Sama hvort hann verði áfram eða fari þá mun ég styðja ákvörðun hans því hann er sannur vinur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×