Fótbolti

Ronaldo kemur á Laugardalsvöllinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það bendir flest til þess að ein skærasta knattspyrnustjarna heims, Cristiano Ronaldo, leiki á Laugardalsvellinum þann 12. október næstkomandi.

Ronaldo er í landsliðshópi Portúgala fyrir leikinn gegn Íslandi og svo lengi sem hann meiðist ekki mun hann koma til Íslands.

Portúgal mætir einnig til leiks með nýjan þjálfara því Paulo Bento er orðinn landsliðsþjálfari í stað Carlos Queiroz.

Hópurinn:

Markverðir: Beto, Eduardo, Rui Patrício.

Varnarmenn: Bruno Alves, Fábio Coentrão, João Pereira, Ricardo Carvalho, Rolando, Sílvio.

Miðjumenn: Carlos Martins, João Moutinho, Pepe, Miguel Veloso, Paulo Machado, Raul Meireles, Tiago.

Sóknarmenn: Cristiano Ronaldo, Danny, Hélder Postiga, Hugo Almeida, Liedson, Nani, Varela.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×