Enski boltinn

Sheff. United í leit að þriðja stjóra tímabilsins

Elvar Geir Magnússon skrifar
Gary Speed.
Gary Speed.

Í dag hóf Sheffield United leit að sínum þriðja knattspyrnustjóra á tímabilinu og það eru ekki einu sinni komin jól. Gary Speed er tekinn við landsliði Wales eftir að hafa stýrt Sheffield United í 18 leikjum.

Speed tók við af Kevin Blackwell sem var rekinn þegar þrír leikir voru búnir af tímabilinu.

Það kemur mörgum á óvart að knattspyrnusamband Wales skyldi leita til Speed. Vissulega var hann flottur leikmaður en reynsla hans af þjálfun er ekki mikil og árangurinn sem stjóri Sheffield United dapur.

Sheffield United hefur haft níu knattspyrnustjóra á síðustu 22 árum en þar af voru þeir Neil Warnock og Dave Bassett samtals 15 ár.

Sheffield United er með 21 stig í ensku 1. deildinni, aðeins einu stigi fyrir ofan fallsæti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×