Fótbolti

Kolbeinn tryggði AZ jafntefli

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu.
Kolbeinn Sigþórsson í leik með íslenska landsliðinu. Mynd/AP

Strákarnir í U-21 landsliðinu eru greinilega mikið fyrir það að skora dramatísk jöfnunarmörk með sínum liðum í Evrópu - alla vega í dag.

Kolbeinn Sigþórsson skoraði jöfnunarmark AZ Alkmaar í uppbótartíma gegn Heerenveen í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

AZ komst í 1-0 forystu snemma í leiknum en Heerenveen skoraði tvívegis í síðari hálfleik.

Kolbeinn kom inn á sem varamaður á 69. mínútu og hann skoraði svo jöfnunarmarkið í uppbótartíma sem fyrr segir.

AZ er í fjórða sæti deildarinnar með 29 stig en Heerenveen er í áttunda sætinu með 24.

Fyrr í dag tryggði félagi Kolbeins í U-21 landsliðinu, Gylfi Þór Sigurðsson, Hoffenheim annað stigið í 2-2 jafnteflisleik gegn Leverkusen með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×