Enski boltinn

Arsenal vill fá lánaðan leikmann frá Real Madrid

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Sergio Canales.
Sergio Canales.

Spænski fjölmiðillinn sport.es greinir frá því í dag að Arsenal hafi sett sig í samband við Real Madrid með það að markmiði að fá ungstirnið Sergio Canales að láni.

Canales hefur fá tækifæri fengið með Madrid í vetur en Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er tilbúinn að gefa þessum 19 ára leikmanni fleiri mínútur en hann fær hjá Madrid.

Real hefur engan áhuga á því að selja leikmanninn enda hefur Jose Mourinho, þjálfari Real, mikla trú á því að strákurinn eigi eftir að verða stórstjarna.

Þessi U-21 árs leikmaður Spánar skrifaði undir sex ára samning við Real síðasta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×