Enski boltinn

Ferguson vill ekki semja við Beckham

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Draumur David Beckham um að spila aftur fyrir Man. Utd hefur endanlegaverið eyðilagður því Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur engan áhuga á því að semja við eins gamlan leikmann og Beckham.

"Ég hef enga trú á því að þetta geti orðið að veruleika vegna aldurs David. Ég hef aldrei samið við svona gamlan leikmann," sagði Ferguson.

Beckham hefur áhuga á því að reyna fyrir sér í Evrópu eftir áramót og var líka orðaður við Arsenal en hann æfði með liðinu á sínum tíma.

"Ég myndi íhuga að semja við Beckham en við höfum Walcott, Nasri, Rosicky, Arshavin og Eboue sem allir geta leikið á kantinum," sagði Arsene Wenger, stjóri Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×