Enski boltinn

Balotelli mætti vera hressari

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Margir myndu eflaust segja að það rigni upp í nefið á Mario Balotelli, leikmanni Man. City, en hann lét hafa eftir sér á dögunum að hann væri næstbesti leikmaður heims á eftir Lionel Messi.

Roberto Mancini, stjóri City, hefur nú skorað á leikmanninn að fylgja þessum orðum eftir inn á knattspyrnuvellinum þar sem best sé að láta verkin tala.

"Menn þurfa að spila vel í hverjum leik til þess að geta talað svona," sagði Mancini og bætti við að landi sinn mætti alveg vera hressari líka. "Það þarf að brosa til þess að spila fótbolta."

Balotelli hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en Mancini býst við því að strákurinn verði orðinn klár í leikinn gegn Newcastle á annan í jólum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×