Enski boltinn

Sir Alex: Rooney gæti verið á bekknum á móti Wigan á morgun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney.
Wayne Rooney. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, segir að Wayne Rooney sé orðinn góður af ökklameiðslunum og gæti fengið að vera á varamannabekknum þegar Manchester United fær Wigan í heimsókn á morgun.

„Ég held að hann verði ekki í byrjunarliðinu á morgun en hann gæti kannski komist á bekkinn," sagði Sir Alex Ferguson á blaðamannafundi í dag. Sir Alex sagði hinsvegar að það væri öruggt að Rooney myndi spila Meistaradeildarleikinn á móti Rangers á miðvikudaginn.

Rooney hefur ekki spilað með United síðan í 2-2 jafntefli á móti West Brom 16. október síðastliðinn. Rooney hefur síðan gengið í gegnum ýmislegt utan vallar meðal annars tilkynnt að hann væri á leiðinni frá Old Trafford áður en að hann breytti um skoðun og skrifaði undir nýjan fimm ára samning.

Rooney fór síðan í afslöppun til Dúbaí og í æfingabúðir í Bandaríkjunum en snéri aftur til æfinga með félögum sínum í United-liðinu í vikunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×