Enski boltinn

Zola vildi ekki ræða framtíð sína eftir tapið gegn Stoke

Elvar Geir Magnússon skrifar
Zola stýrir sínum mönnum gegn Stoke.
Zola stýrir sínum mönnum gegn Stoke.

West Ham tapaði fyrir Stoke í dag en þetta var sjötti ósigur liðsins í röð í deildinni. Liðið er í sautjánda sæti deildarinnar með betri markatölu en Hull sem á hinsvegar leik inni.

Þegar Gianfranco Zola, stjóri West Ham, var spurður út í sína framtíð sagði hann: „Ég vil ekki tjá mig um hana. Við sjáum hvað gerist. Ég er svo svekktur yfir leiknum í dag og það er það eina sem ég get hugsað um," sagði Zola.

David Sullivan, annar eiganda félagsins, lét hafa eftir sér fyrir leik að West Ham væri ekki að leika saman sem lið. Zola segir að þau ummæli hafi ekki hjálpað liðinu. „Ég er samt að hugsa um aðra hluti núna," sagði Zola.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×