Innlent

Jafnréttisstofa spyr hvar konurnar séu á HM

Boði Logason skrifar
Hjörvar Hafliðason leikskýrandi á RÚV
Hjörvar Hafliðason leikskýrandi á RÚV

Kristín Ástgeirsdóttir, framkvæmdastýra Jafnréttisstofu, segir að á undanförnum dögum hafi borist ábendingar og kvartanir vegna skorts á sýnileika kvenna við lýsingar á leikjum á HM í Suður-Afríku.

Í tilkynningu segir að karlar séu í aðalhlutverki leikskýrenda hér á landi „og sem dæmi má nefna að allir leikskýrendur hjá Ríkissjónvarpinu eru karlar. Þegar litið er til hinna Norðurlandanna er annað uppi á teningnum til dæmis. hjá sænska ríkissjónvarpinu þar sem bæði karlar og konur koma fram sem leikskýrendur."

Hjá Ríkissjónvarpinu eru þeir Þorsteinn Joð, Pétur Marteinsson, Auðunn Helgason og Hjörvar Hafliðason með HM-stofuna. Á Stöð 2 sport 2 sjá Logi Bergmann Eiðsson og Ragna Lóa Stefánsdóttir um að fjalla um HM í Suður-Afríku.

„Á sama tíma og íslenska kvennalandsliðið er að standa sig svona glæsilega er eins og konur hafi hvorki vit né þekkingu á fótbolta. Hvar eru allar þessar konur sem hafa stundað fótbolta í gegnum tíðina, heldur þú að þær geti ekki fengið sig lausar úr vinnu eins og þessir strákar," segir Kristín.

„Við erum ekki að gagnrýna þá, þeir eru að standa sig ljómandi vel. En til dæmis sænska sjónvarpið það hvarflar ekki að þeim að vera bara með hóp af körlum, það þykir bara ekki boðlegt. En hér þykir sjálfu ríkissjónvarpinu þetta boðlegt."












Fleiri fréttir

Sjá meira


×