Gæti dregið til úrslita á næsta sólarhring Heimir Már Pétursson skrifar 2. mars 2010 18:50 Það ræðst á næsta sólarhring eða svo, hvort nýr Icesavesamningur liggur fyrir áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer fram á laugardag. Forsætis- og fjármálaráðherra sjá ekki tilgang með þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi nýr samningur náðst. Samninganefndir þjóðanna komu saman til fundar í Lundúnum í morgun, eftir að fjármálaráðherra hafði átt símtöl við kollega sína í Bretlandi og Hollandi og síðan funduðu samninganefndirnar aftur eftir hádegi í dag. Það er að heyra á leiðtogum ríkisstjórnarinnar að eggjahljóð sé komið í menn, þannig að nýr samningur eða drög að samningi gæti legið fyrir á næstu klukkustundum. „En.það er kannski fyrst og fremst verið að vinna með vaxtaþáttinn í þessum samningum. Ég held að það sé alveg ljóst að það hafa skapast ákveðnar forsendur til þess," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Forsætisráðherra segir að dregist hafi að eignir gamla Landsbankans skili sér úr búinu sem geri núgildandi samningu dýrari fyrir Ísland. Á móti bendi allt til þess að eignirnar verði verðmætari og gætu staðið undir 90 prósentum af Icesave skuldbindingunum. „Þannig að ég held að það séu tækifæri í þessari stöðu," sagði Jóhanna. Það væri hægt að halda því fram að það væru vonir um að hægt væri að ná lengra í samningaviðræðum en nú væri í boði, sem Íslendingar leggðu mikla áherslu á. Ef nýr samningur eða áfangi að samningsniðurstöðu náist fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag hljóti menn að skoða hvort henni verði frestað eða hætt við hana. Ef engin niðurstaða verði í sjónmáli fari þjóðaratkvæðagreiðslan fram, en hafa verði í huga að þarna sé um að ræða fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fram hefur farið frá fullu sjálfstæði þjóðarinnar. Þá sé ekki gott að ekki sé ljóst um hvað sé í raun verðið að greiða atkvæði. „Við hljótum að hafa meiri sóma fyrir fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fer fram heldur en hún verði hálfgerður skrípaleikur," sagði forsætisráðherra. Hún sagðist hvorki vera bjartsýn né svartsýn á að stjórnarandstaðan féllist á að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna ef drög að samningi lægju fyrir. En þá hafði hún ekki fundað með leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ef væri kominn samningur á borðið, sæju allir að þjóðaratkvæðagreiðslan væri fullkomlega tilgangslaus og sóun á peningum. „Og það væri sorglegt ef Alþingi næði þá ekki að spara okkur það," sagði fjármálaráðherra. Forsætisráðherra sagði líka koma til greina að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um viku. Hún og fjármálaráðherra voru spurð hvort þau teldu að að næstu 24 til 30 tímar væru úrslitastundir í málinu. „Já ætli við getum ekki sagt það. Ég held að það sé augljóst mál að það verður eitthvað að gerast í þessu í dag eða í síðasta lagi á morgun, ef hægt á að vera að ná utan um málið," sagði fjármálaráðherra. Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Það ræðst á næsta sólarhring eða svo, hvort nýr Icesavesamningur liggur fyrir áður en þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin fer fram á laugardag. Forsætis- og fjármálaráðherra sjá ekki tilgang með þjóðaratkvæðagreiðslunni hafi nýr samningur náðst. Samninganefndir þjóðanna komu saman til fundar í Lundúnum í morgun, eftir að fjármálaráðherra hafði átt símtöl við kollega sína í Bretlandi og Hollandi og síðan funduðu samninganefndirnar aftur eftir hádegi í dag. Það er að heyra á leiðtogum ríkisstjórnarinnar að eggjahljóð sé komið í menn, þannig að nýr samningur eða drög að samningi gæti legið fyrir á næstu klukkustundum. „En.það er kannski fyrst og fremst verið að vinna með vaxtaþáttinn í þessum samningum. Ég held að það sé alveg ljóst að það hafa skapast ákveðnar forsendur til þess," sagði Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Forsætisráðherra segir að dregist hafi að eignir gamla Landsbankans skili sér úr búinu sem geri núgildandi samningu dýrari fyrir Ísland. Á móti bendi allt til þess að eignirnar verði verðmætari og gætu staðið undir 90 prósentum af Icesave skuldbindingunum. „Þannig að ég held að það séu tækifæri í þessari stöðu," sagði Jóhanna. Það væri hægt að halda því fram að það væru vonir um að hægt væri að ná lengra í samningaviðræðum en nú væri í boði, sem Íslendingar leggðu mikla áherslu á. Ef nýr samningur eða áfangi að samningsniðurstöðu náist fyrir þjóðaratkvæðagreiðsluna á laugardag hljóti menn að skoða hvort henni verði frestað eða hætt við hana. Ef engin niðurstaða verði í sjónmáli fari þjóðaratkvæðagreiðslan fram, en hafa verði í huga að þarna sé um að ræða fyrstu þjóðaratkvæðagreiðsluna sem fram hefur farið frá fullu sjálfstæði þjóðarinnar. Þá sé ekki gott að ekki sé ljóst um hvað sé í raun verðið að greiða atkvæði. „Við hljótum að hafa meiri sóma fyrir fyrstu þjóðaratkvæðagreiðslunni sem fer fram heldur en hún verði hálfgerður skrípaleikur," sagði forsætisráðherra. Hún sagðist hvorki vera bjartsýn né svartsýn á að stjórnarandstaðan féllist á að hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna ef drög að samningi lægju fyrir. En þá hafði hún ekki fundað með leiðtogum stjórnarandstöðunnar. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ef væri kominn samningur á borðið, sæju allir að þjóðaratkvæðagreiðslan væri fullkomlega tilgangslaus og sóun á peningum. „Og það væri sorglegt ef Alþingi næði þá ekki að spara okkur það," sagði fjármálaráðherra. Forsætisráðherra sagði líka koma til greina að fresta þjóðaratkvæðagreiðslunni um viku. Hún og fjármálaráðherra voru spurð hvort þau teldu að að næstu 24 til 30 tímar væru úrslitastundir í málinu. „Já ætli við getum ekki sagt það. Ég held að það sé augljóst mál að það verður eitthvað að gerast í þessu í dag eða í síðasta lagi á morgun, ef hægt á að vera að ná utan um málið," sagði fjármálaráðherra.
Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Sextán látin: Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira