Bíða þess vopnaðir að komast á brott 2. mars 2010 06:00 Georg Lárusson Ekkert amar að tveimur íslenskum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar (LHG) og fjórum dönskum sérfræðingum sem voru á hennar vegum í borginni Concepcion í Chile þegar jarðskjálftinn dundi yfir á laugardag. Mennirnir hafa komið sér fyrir heima hjá einum af Dönunum, segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þeir kvarta ekki nema undan matarleysi, en það er rafmagns- og vatnslaust í borginni,“ segir Georg. Hann náði sambandi við Ragnar Ingólfsson, annan starfsmanna gæslunnar, og einn af dönsku sérfræðingunum í gær. „Þeir eru uggandi yfir fréttum af ræningjahópum sem fara um borgina,“ segir Georg. Mennirnir hafi sagt sér að þeir hafi orðið sér úti um vopn til að verjast, þó að vonandi muni ekki reyna á það. „Mér skilst að það sé skálmöld í Concepcion. Í útjaðri borgarinnar eru stór fátækrahverfi þar sem allt er í rúst, og fólkið reynir hvað sem er til að bjarga sér,“ segir Georg. Hann segir mennina ekki hafa heimildir til að beita vopnunum, en eðlilega hljóti þeir að íhuga það í algerri sjálfsvörn. „Það er neyðarástand og spurning um að lifa af,“ segir Georg. Mennirnir áttu bókað flug frá Chile í gær. Þegar þeir komu á flugvöllinn var hann lokaður. Ómögulegt er að fá bensín á ökutæki, og komast mennirnir því hvorki lönd né strönd. Verið var að smíða nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar í skipasmíðastöð sjóhersins í Chile í Concepcion þegar skjálftahrinan hófst. Georg segir að enn hafi enginn fengið að fara um borð í skipið þar sem það sé á hættusvæði. Ekki er ljóst hversu mikið tjón hafi orðið í skjálftanum. Vitað er að flóðbylgjur skullu á skipinu og það féll niður í skipasmíðastöðinni. Um 30 gráðu halli er á skipinu og er óttast að sjór hafi komist í vélarrúmið. Það getur haft alvarlegar afleiðingar enda hefur ekki verið gengið frá raflögnum og stýritækjum, segir Georg. „Ég er bjartsýnn á að ekki sé um stórkostlegar skemmdir að ræða,“ segir Georg. Eftir að hafa farið yfir samninga um smíðina með lögfræðingi segir hann það skilning Landhelgisgæslunnar að skipasmíðastöðin beri ábyrgð á tjóninu, og íslenska ríkið verði því ekki fyrir fjárhagslegu tjóni. Skipasmíðastöðin er í eigu sjóhers Chile og þar með í ríkiseigu. Viðbúið er að afhendingu skipsins seinki talsvert vegna tjónsins, mögulega um sex mánuði eða meira. Georg segir að samkvæmt sínum upplýsingum sé skipasmíðastöðin gersamlega í rúst. Líklega þurfi að draga skipið í aðra skipasmíðastöð til að ljúka smíðinni. - bj Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira
Ekkert amar að tveimur íslenskum starfsmönnum Landhelgisgæslunnar (LHG) og fjórum dönskum sérfræðingum sem voru á hennar vegum í borginni Concepcion í Chile þegar jarðskjálftinn dundi yfir á laugardag. Mennirnir hafa komið sér fyrir heima hjá einum af Dönunum, segir Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar. „Þeir kvarta ekki nema undan matarleysi, en það er rafmagns- og vatnslaust í borginni,“ segir Georg. Hann náði sambandi við Ragnar Ingólfsson, annan starfsmanna gæslunnar, og einn af dönsku sérfræðingunum í gær. „Þeir eru uggandi yfir fréttum af ræningjahópum sem fara um borgina,“ segir Georg. Mennirnir hafi sagt sér að þeir hafi orðið sér úti um vopn til að verjast, þó að vonandi muni ekki reyna á það. „Mér skilst að það sé skálmöld í Concepcion. Í útjaðri borgarinnar eru stór fátækrahverfi þar sem allt er í rúst, og fólkið reynir hvað sem er til að bjarga sér,“ segir Georg. Hann segir mennina ekki hafa heimildir til að beita vopnunum, en eðlilega hljóti þeir að íhuga það í algerri sjálfsvörn. „Það er neyðarástand og spurning um að lifa af,“ segir Georg. Mennirnir áttu bókað flug frá Chile í gær. Þegar þeir komu á flugvöllinn var hann lokaður. Ómögulegt er að fá bensín á ökutæki, og komast mennirnir því hvorki lönd né strönd. Verið var að smíða nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar í skipasmíðastöð sjóhersins í Chile í Concepcion þegar skjálftahrinan hófst. Georg segir að enn hafi enginn fengið að fara um borð í skipið þar sem það sé á hættusvæði. Ekki er ljóst hversu mikið tjón hafi orðið í skjálftanum. Vitað er að flóðbylgjur skullu á skipinu og það féll niður í skipasmíðastöðinni. Um 30 gráðu halli er á skipinu og er óttast að sjór hafi komist í vélarrúmið. Það getur haft alvarlegar afleiðingar enda hefur ekki verið gengið frá raflögnum og stýritækjum, segir Georg. „Ég er bjartsýnn á að ekki sé um stórkostlegar skemmdir að ræða,“ segir Georg. Eftir að hafa farið yfir samninga um smíðina með lögfræðingi segir hann það skilning Landhelgisgæslunnar að skipasmíðastöðin beri ábyrgð á tjóninu, og íslenska ríkið verði því ekki fyrir fjárhagslegu tjóni. Skipasmíðastöðin er í eigu sjóhers Chile og þar með í ríkiseigu. Viðbúið er að afhendingu skipsins seinki talsvert vegna tjónsins, mögulega um sex mánuði eða meira. Georg segir að samkvæmt sínum upplýsingum sé skipasmíðastöðin gersamlega í rúst. Líklega þurfi að draga skipið í aðra skipasmíðastöð til að ljúka smíðinni. - bj
Mest lesið Tólf látnir í hryðjuverkaárásinni í Ástralíu Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Fleiri fréttir Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Sjá meira