Enski boltinn

Ballack og Joe Cole á leið frá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ballack varð bikarmeistari með Chelsea í vor.
Ballack varð bikarmeistari með Chelsea í vor.

Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur staðfest að þeir Joe Cole og Michael Ballack fá ekki nýjan samning hjá félaginu og fari því annað í sumar.

Cole er 28 ára gamall og er nú staddur í Suður-Afríku með enska landsliðinu. Hann kom til Chelsea frá West Ham árið 2003 og hefur verið orðaður við Arsenal og Tottenham.

Ballack er 33 ára gamall og hefur verið hjá Chelsea undanfarin þrjú ár. Hann meiddist á ökkla í úrslitum ensku bikarkeppninnar nú í vor og getur af þeim sökum ekki spilað með Þjóðverjum á HM sem hefst á föstudaginn.

Ballack hafði áður sagt við þýska fjölmiðla að það væri hans fyrsti kostur að vera áfram í herbúðum Chelsea.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×