Enski boltinn

Ancelotti ekki að hætta með Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti.
Carlo Ancelotti. Nordic Photos / Getty Images

Chelsea hefur neitað því sem komið hefur fram í enskum fjölmiðlum að Carlo Ancelotti hafi verið reiðubúinn að hætta sem knattspyrnustjóri liðsins.

Chelsea hefur tapað þremur af síðustu fjórum leikjum sínum í deildinni en er engu að síður á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, með betra markahlutfall en Manchester United.

Ray Wilkins hætti svo skyndilega sem aðstoðarmaður Ancelotti nýverið eftir að félagið ákvað að framlengja ekki samninginn við hann. Ancelotti hefur sagt að það hafi ekki verið hans ákvörðun.

„Hann er samningsbundinn til 2012 og vangaveltur um framtíð hans eru úr lausu lofti gripnar," hefur Sky Sports eftir talsmanni félagsins.

„Ef lið ná ekki árangri er eðlilegt að stjórinn sé gagnrýndur fyrir það. Þannig er líf þjálfarans," sagði Ancelotti við enska fjölmiðla. „Þetta er erfitt eins og er en við höfum fulla getu til þess að komast fljótt yfir þetta."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×