Innlent

Ekið yfir liggjandi mann

Maðurinn var fluttur á spítala.
Maðurinn var fluttur á spítala.

Ekið var yfir liggjandi mann í bílageymslu við Smáratorg rétt upp úr klukkan tólf á hádegi. Samkvæmt lögreglu er ekki vitað nánar um málsatvik en svo virðist sem maðurinn hafi verið liggjandi þegar ekið var yfir hann.

Bíllinn staðnæmdist ofan á honum en vegfarendur náðu manninum undan bílnum með því að lyfta bifreiðinni.

Maðurinn var strax fluttur á spítala en ekki fengust svör um það hvort maðurinn sé alvarlega slasaður.

Málið er í rannsókn hjá lögreglunni í Kópavogi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×